100 ára afmæli

alþýðuflokkurinn 100 áraAlþýðuflokkurinn var stofnaður 12. mars árið 1916 sem stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu. Sjö verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði tóku þátt í stofnun hans. Í framhaldinu voru stofnuð félög jafnaðarmanna um land allt, og flokkurinn bauð fyrst fram í kosningum árið 1916. Árið 1926 varð flokkurinn aðili að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Formlegu starfi hans lauk, þegar hann tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar. Flokkurinn var þó aldrei lagður niður, og lifir enn.

Í tilefni 100 ára afmælisins efna Alþýðuflokkurinn og Bókmenntafélag jafnaðarmanna til hátíðarfundar í Iðnó hinn 5. mars n.k.. Þar verður fjallað um sögu flokksins, jafnaðarstefnuna og mikil áhrif flokksins til hagsbóta fyrir íslenska alþýðu og á þróun velferðarsamfélagsins. Einnig verður þar fjölbreyttur tónlistarflutningur.

Í tengslum við afmælið verður opnuð sýning á áróðursplakötum á efri hæð Iðnós og einnig munu átta rithöfundar og fræðimenn flytja erindi um málefni, sem tengjast Alþýðuflokknum og jafnaðarstefnunni. Erindin verða öll flutt í Iðnó.

Stiklur úr sögu Alþýðuflokksins.

Inline
Inline