Dagskrá

DAGSKRÁ Í IÐNÓ 5. MARS 2016.
Hornaflokkur lýðveldisins tekur á móti gestum og leikur frá klukkan 13:45 til 14:15 á meðan fólk kemur sér fyrir. Svipmyndum úr sögu Alþýðuflokksins varpað á tjald.
Árni Gunnarson, formaður Bókmenntafélags jafnaðarmanna, segir frá félaginu, og kynnir  fundarstjóra, Jakob Frímann Magnússon,
Ávarp: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Söngsveit jafnaðarmanna flytur íslenska alþýðusöngva.
Ólafur Þ. Harðarson talar um Alþýðuflokkinn og sögu hans.
Atli Heimir leikur 2 lög eftir Gylfa Þ. Gíslason og ræðir áhrif hans á íslenskt tónlistarlíf.
Jóna Ósk Guðjónsdóttir, fyrrum formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna og bæjarfulltrúi, ávarpar fundinn.
Ragnheiður Gröndal flytur lag við eigin undirleik.
Fjöldasöngur: Maístjarnan, lag Jóns Ásgeirssonar við ljóð Halldórs Laxness.
„Spurðir spjörunum úr“ Fyrrum formenn Alþýðuflokksins standa á sviði og svara spurningum  um minnisstæða atburði og verkefni. Spyrjandi: Anna Sigrún Baldursdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, flytur frásögn um konurnar, sem ruddu brautina, úr bókinni „Fólk í fjötrum“ eftir Gylfa Gröndal.
Ólöf Arnalds flytur íslenskt lag við eigin undirleik.
Árni Páll Árnason, form. Samfylkingarinnar, flytur ávarp.
Söngsveit jafnaðarmanna flytur lokalag samkomunnar.
Árni Gunnarsson segir frá listsýningu á efri hæð hússins og slítur samkomunni.
Gestum boðið að njóta veitinga, skoða sýninguna og eiga góða stund með vinum og kunningjum

Inline
Inline