Fyrirlestrar

Fyrirlestrar í tilefni af 100 ára afmæli

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðuflokksins verða átta fyrirlestrar um Alþýðuflokk og jafnaðarstefnu fluttir á efri hæð Iðnós á laugardögum mars-október kl. 14.  Eftirtaldir fyrirlestrar verða fluttir:

19. mars: Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, talar um Þorstein Erlingsson, sem í ljóðum sínum hvatti verkalýðshreyfinguna til dáða.
2. apríl: Þröstur Ólafsson, hagfræðingur. Erindi hans nefnist: Alþýðuhreyfingar, útópíur og talsýn tíðarandans.
9. apríl: Sigurður E. Guðmundsson, doktorsefni við HÍ, talar um lífskjarabyltinguna 1889 til 1947.
16. apríl: Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur, fjallar um samvinnuhugsjón jafnaðarstefnunnar.
3. september: Einar Kárason, rithöfundur, nefnir erindi sitt: Afkomandi gamalla Ísafjarðarkrata lítur yfir farinn veg.
10. september: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallar um bók, sem hann hefur ritað um 100 ára sögu Alþýðuflokksins.
17. september: Stefán Ólafsson, prófessor, talar um áhrif jafnaðarstefnunnar á kapitalismann.
1. október: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins spyr: Jafnaðarstefnan: Um hvað – til hvers?

Inline
Inline