Endurreisnarfundur

Ágæti viðtakandi.

Áhugamenn um jafnaðarstefnuna huga nú að endurreisn Bókmenntafélags jafnaðarmanna, sem starfaði af miklum krafti á fjórða áratug síðustu aldar. Þér er hér með boðið til fundar til skrafs og ráðagerða um að blása nýju lífi í félagið.
Á fundinum verður fjallað um sögu Bókmenntafélags jafnaðarmanna, lög þess kynnt og afstaða tekin til væntanlegs framhaldsfundar þar sem félagið yrði endurreist með formlegum hætti.

Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu fimmtudaginn 18. nóvember og hefst hann klukkan 17:00.

Með hlýjum kveðjum:

Árni Gunnarsson,
Ásgeir Jóhannesson,
Eiður Guðnason,
Sigurður E. Guðmundsson

, ,

Inline
Inline