thodmenningarhus

Endurreisn

Hinn 18. nóvember s.l. (2011) var haldinn fundur í Þjóðmenningarhúsinu til undirbúnings að endurreisn Bókmenntafélags jafnaðarmanna. Fundinn sátu 25 manns. Eiður Guðnason setti fundinn og bauð gesti vekomna. Þá flutti Sigurður E. Guðmundsson stutt yfirlit um sögu Bókmenntafélagsins frá því er Ólafur Friðriksson kynnti tillögu um stofnun þess á ASÍ-þingi hinn 12. desember árið 1926.  Nafn þess var þá Bókmenntafélag alþýðu, en því var síðar breytt í Bókmenntafélag jafnaðarmanna. Félagið starfaði aðeins í 6-7 ár, gaf út nokkur rit.  Árið 1932 voru félagar 340. Reynt var að endurreisa félagið síðar, en sú tilraun mistókst.

Því næst kynnti Árni Gunnarsson drög að lögum fyrir hið endurreista félag og var drögunum dreift til fundarmanna. Óskað var eftir því, að athugsasemdum við lögin yrði komið á framfæri fyrir eiginlegan stofnfund.  Ásgeir Jóhannesson stjórnaði síðan almennum umræðum um fundarefnið. Ekki var annað að heyra en að fundarmenn væru ánægðir og sáttir við tilefnið,  þ.e. endurreisn Bókmenntafélagsins.

Á fundinum kom fram sá vilji fundarboðenda, að formlegur stofnfundur yrði haldinn 28. nóvember. Það varð hins vegar að ráði að fresta þeim fundi fram yfir næstu áramót. Ástæðurnar voru m.a. væntanlegar kosningar til stjórnlagaþings og jólaundirbúningur. Stofnfundurinn verður boðaður með tölvupósti.

,

Inline
Inline