Fundarboð 3. maí

Jón Sigurðsson

Félagið boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 3. maí næst komandi á Kornhlöðuloftinu við Lækjarbrekku. Fundurinn hefst klukkan 12:00 og er ráðgert, að hann standi til klukkan 14:00.

Fundarefnið er mjög áhugavert. Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, ráðherra og Seðlabankastjóri og nú lektor við Háskólann í Reykjavík, flytur erindi, sem hann nefnir:

„Framfarir og félagshyggja – samstarf félagshyggjuaflanna á 20. öld“. Hann fjallar þar um efni, sem á erindi til okkar allra. Að erindinu loknum fara fram umræður og Jón svarar fyrirspurnum.

Á fundinum verður borin fram súpa, brauð og kaffi. Fyrir veitingarnar þarf að greiða 1.350 krónur.

Bókmenntafélag jafnaðarmanna hefur nú opnað netsíðu undir heitinu www.bokjafn.is. Þar má þegar finna margvíslegt efni og er stöðugt unnið að því að bæta við það. Þá verður síðan tengd þeim skjalasöfnun, sem þegar hafa verið skráð í Þjóðskjalasafni. Þar verður unnt að finna margvíslegt efni úr sögu Alþýðuflokksins og er þetta skjalasafn þegar orðið það stærsta og viðamesta, sem skráð hefur verið í tengslum við íslenska stjórnmálaflokka.

Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta á þennan fræðslufund, sem er sá fyrsti á þessu ári. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og fjölmennum.

Stjórn Bókmenntafélags jafnaðarmanna.

, , , , , ,

Inline
Inline