Framfarir og félagshyggja

Kornhlaðan Jón Sigurðsson

Bókmenntafélag jafnaðarmanna efndi til hádegisfundar í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku í Bankastræti 3. maí.

Á fundinum flutti Jón Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík, fyrrum formaður Framsóknarflokksins,ráðherra og
seðlabankastjóri erindi sem hann nefndi: Framfarir og félagshyggja: Samstarf félagshyggjuaflanna á 20. öldinni.

Í afar fróðlegu og skemmtilegu erindi stiklaði Jón á stóru í stjórnmálasögu liðinnar aldar og hversvegna samstarf Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hefði ekki tekist betur og orðið nánara en raun bar vitni. Hann greindi m.a. eðlismuninn á flokkunum, dreifbýli ,- þéttbýli og hvernig héröðin á landsbyggðinni hefðu í rauninni verið sjálfstæð samfélög. Jón býr yfir miklum fróðleik um stjórnmálaþróun á Íslandi á umliðnum áratugum og hefur kynnt sér vel þróun íslenska samfélagsins. Góður rómur var gerður að erindi hans. Að erindinu loknu urðu líflegar umræður , meðal annars um jöfnun atkvæðisréttar, stöðu landbúnaðarins gagnvart Evrópu og þá óhjákvæmilegu staðreynd að bændum, hér eins og í Finnlandi mundi halda áfram að fækka án tillits til ESB aðildar. Einnig var rætt um samvinnuhreyfinguna, samvinnuhugsjónina og samfélag markaðskerfisins.

Bókmenntafélag jafnaðarmanna hyggst gangast fyrir fleiri fundum af svipuðum toga í haust og næsta vetur.

Á myndinni með Jóni Sigurðssyni eru: Kjartan Valgarðsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Ásgeirs Jóhannesson.

, , , , , , , ,

Inline
Inline