University Tartu

Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða – uphafið að endalokum Sovétríkjanna.

Fyrirlestur á vegum Bókmenntafélags jafnaðarmanna:

„Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða
-upphafið að endalokum Sovétríkjanna.

Þetta er heiti fyrirlestrar, sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, flytur í fundarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 18. september n.k. klukkan 12:00.

Í fyrirlestrinum spyr Jón Baldvin: „Hver var hlutur Íslands í þessu endatafli kalda stríðsins?“

Jón Baldvin hefur verið gistiprófessor við Eurus, Rannsóknarstofnun Evrópu- og Rússlandsfræða við háskólann í Tartu í Eistlandi. Hann hefur flutt fyrirlestra við fleiri háskóla í Eystrasaltsríkjunum og einnig fjallað um viðbrögð stjórnmálamanna og almennings í Eystrasaltslöndum við tilvistarkreppu Úkraínu frammi fyrir ásælni Rússa.
Í þessum fyrirlestri ræðir hann stöðu Eystrasaltsþjóða gagnvart Rússum og áhyggjur þeirra af atburðunum í Úkraínu, sem nú eru efst á baugi í samskiptum austurs og vesturs.

Að fyrirlestri loknum verða fyrirspurnir og umræður, eins og tími leyfir.
Allir eru velkomnir.
Stjórn Bókmenntafélags jafnaðarmanna.

, , ,

Inline
Inline