Dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir, sagnfræðingur

Litli bróðir á Íslandi

Fyrirlestur á vegum Bókmenntafélags jafnaðarmanna.
Föstudaginn 31. október mun Dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur flytja fyrirlesturinn “Litli bróðir á Íslandi. Um Alýðuflokkinn á mótunararum íslenska flokkakerfisins, 1916-1944.”

Þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916 stóðu vonir til þess að hann yrði jafn stór og öflugur og systurflokkarnir í Skandinavíu. Raunin varð önnur. Í fyrirlestrinum verður spurt hvernig skýra megi sérstöðu íslenskra sósíaldemókrata og verður sjónum einkum beint að mótunarárum íslenska flokkakerfisins, þ.e.a.s. tímanum fyrir stofnun íslenska lýðveldisins árið 1944.

Fyrirlesturinn fer fram á Kornhlöðuloftinu við Lækjarbrekku og hefst kl. 12:00. Að loknum fyrirlestri er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Allir velkomnir!

Stjórn Bókmenntafélags jafnaðarmanna

, ,

Inline
Inline