Alþýðuhúsið Reykjavík, 101 Reykjavík

Alþýðuhúsin

Alþýðuhús risu víða um land á síðustu öld en þau voru aðsetur Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Mörg þeirra þjónuðu einnig sem samkomuhús fyrir ýmis konar mannfagnaði, skemmtanir, dansleiki og kvikmyndasýningar.
Byggingu Alþýðuhússins í Reykjavík lauk árið 1936 en arkitekt hússins var Þórir Baldvinsson. Í þessu nútímalega stórhýsi voru skrifstofur Alþýðuflokksins og verkalýðsfélaga en auk þess aðsetur Alþýðublaðsins og Alþýðuprentsmiðjunnar. Í kjallaranum var veitingastaðurinn Ingólfs Café. Nú er hótel í húsinu.

Þórir Baldvinsson teiknaði einnig Alþýðuhúsið á Ísafirði um svipað leyti en það var byggt á árunum 1934-35. Þórir stundaði nám í Bandaríkjunum og var lengst af forstöðimaður Teiknistofu landbúnaðarins. Alþýðuhús risu einnig á Siglufirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum.

, , , , , ,

Inline
Inline