Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri fjallar um Þorstein Erlingsson

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðuflokksins verða átta fyrirlestrar um Alþýðuflokk og jafnaðarstefnu fluttir á efri hæð Iðnós á næstu mánuðum. Fyrsti fyrirlesturinn verður laugardaginn 19. mars kl. 14 en þá talar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur um Þorstein Erlingsson sem í ljóðum sínum hvatti verkalýðshreyfinguna til dáða.
Ljóðskáldin gegndu mikilsverðu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga með hvatningum sínum og brýningarkvæðum.

Þorsteinn ErlingssonÞar var Þorsteinn Erlingsson í fremstu röð, svo róttækur og kjaftfor að kvæði hans kveiktu elda, hneyksluðu suma og skutu öðrum skelk í bringu. En hann lét ekki þar við sitja; hann skynjaði veðrabrigði í loftinu, áttaði sig einna fyrstur skálda á vaxandi afli rísandi verkalýðsstéttar í kjölfar þéttbýlismyndunar og aukinnar vélvæðingar.

Hann réðist fyrstur skálda gegn ríkjandi hugmyndafræði sem stóð vörð um óbreytt valdahlutföll, hvort heldur það var í trúarlegum efnum eða varðaði skiptingu gæðanna og eignarréttinn. Hann varð fyrstur í langri röð skálda sem tóku sér stöðu með verkalýðnum og samtökum alþýðu og færði með kvæðum sínum beitt vopn í baráttunni fyrir mannsæmandi kjörum.

, , , ,

Inline
Inline