Um félagið

Bókmenntafélag jafnaðarmanna var upphaflega stofnað árið 1929 og voru félagar þá um 300. Félagið beitti sér fyrir talsverðri bókaútgáfu sem ekki stóð undir sér. Lagðist starfsemin því fljótlega af.

Hið endurreista bókmenntafélag hélt stofnfund 12. mars 2011 og voru stofnfélagar 24. Á fundinum var kosið fulltrúaráð félagsins sem kom saman til fyrsta fundar 18. apríl. Á þeim fundi var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir kosin formaður og með henni í stjórn þau Árni Gunnarsson ritari og Guðrún Helga Jónsdóttir gjaldkeri. Vegna anna á Alþingi sagði Ingibjörg sig frá formennsku í félaginu síðla árs 2011.

Í fulltrúaráði Bókmenntafélags jafnaðarmanna eiga sæti: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Rannveig Guðmundsdóttir, Elín Harðardóttir, Gunnar A. Ólafsson, Pétur Jónsson, Unnar Stefánsson, Eiður Guðnason, Ásgeir Jóhannesson, Sigurður E. Guðmundsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Árni Gunnarsson, Guðrún Helga Jónsdóttir, Hrönn Ríkarðsdóttir, og Þráinn Hallgrímsson.

Á aðalfundi félagsins 8. nóv. 2012 var Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri kosinn formaður en stjórn félagsins að öðru leyti óbreytt.

Vertu í sambandi og taktu þátt. Sendu póst á ritstjorn@bokjafn.is

Sjá lög félagsins hér.

Inline
Inline